Á morgun mun Tiger Woods loksins taka þátt í golfmóti á nýjan leik.
Þá verða liðnir sextán mánuðir frá því hann keppti síðast. Um tíma leit út fyrir að Tiger myndi ekki keppa í golfi á nýjan leik enda meiðslin sem hann var að glíma við afar erfið.
Hinn fertugi Tiger hefur unnið 14 risamót á ferlinum en Jack Nicklaus á metið sem er 18. Þó svo Tiger hafi ekki unnið risamót síðan árið 2008 hefur Nicklaus enn trú á því að Tiger geti náð honum.
„Ég hef alltaf verið á því að hann geti verið samkeppnishæfur í tíu ár í viðbót. Hann hefur hæfileikana og ef hann heldur heilsu er allt hægt,“ sagði Nicklaus.
Nicklaus segir að líklega hafi Tiger verið tilbúinn aðeins fyrr en hann hafi þurft að vinna í andlega þættinum.
Mótið hefst klukkan 18.00 á morgun og er í beinni á Golfstöðinni.
Nicklaus: Tiger getur enn bætt metið mitt
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti