Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Kristinn Hugason Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira