Lífræn ræktun gæti skaðast Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Hænur Nesbúeggja í lífræna búinu að Miklholtshelli II hafa yfirbyggðan vetrargarð til umráða. Fréttablaðið/Anton „Það hefur verið vandamál að fólk leggur þetta að jöfnu, og hefur ekki gert greinarmun á því sem er kallað vistvænt og þess sem er lífrænt. Himinn og haf er þó á milli,“ segir Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. Hún telur að ekki sé hægt að útiloka að umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið Brúnegg geti haft neikvæð áhrif á þau fyrirtæki sem framleiða lífræna vöru þar sem almenningur hafi ekki alltaf skýra mynd af því hvað er hvað. Slíkt væri hins vegar mjög ómaklegt. Eins og alþjóð veit fjallaði Kastljós á mánudagskvöld um fyrirtækið Brúnegg ehf. og samskipti þess við Matvælastofnun. Umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að um árabil hefur fyrirtækið blekkt neytendur með sölu á eggjum undir merkjum vistvænnar framleiðslu á sama tíma og aðbúnaður dýranna var með öllu óásættanlegur, að því er gögn Matvælastofnunar sýna mörg ár aftur í tímann. Rannveig Guðleifsdóttir „Það er ekki hægt að kalla þetta vistvæna vottun, þegar engin vottun er að baki. Það er því sáralítið eða ekkert að baki þessari vottun þar sem enginn vaktaði að farið væri eftir reglum,“ segir Rannveig og minnir á að reglugerð um vistvæna vottun var felld úr gildi í fyrra, enda hafði ekki verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hana höfðu fengið. Reglugerðin var reyndar merkingarlaus, og hafði verið það lengi eins og Fréttablaðið fjallaði um ítarlega sumarið 2014. Sú umfjöllun ýtti við kerfinu og vinna innan ráðuneytisins hófst við að endurskoða málið – þar sem niðurstaðan var að fella reglugerðina úr gildi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, sagði á þeim tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu vottunina áfram þrátt fyrir að reglugerðarinnar nyti ekki lengur við. Rannveig treystir sér ekki til að meta hvort algengt sé að íslenskir framleiðendur haldi vistvænni framleiðslu á lofti – án innistæðu. Hins vegar séu þeir sem hafa vottun um lífræna framleiðslu undir ströngu eftirliti þar sem sýna þarf fram á að farið sé eftir ströngum reglum. Vottunarstofan Tún sé svo aftur undir alþjóðlegu eftirliti og allt byggi ferlið á regluverki frá Evrópusambandinu. Rannveig staðfestir að eini stóri lífræni eggjaframleiðandinn, Nesbú, hafi aldrei fengið athugasemdir frá vottunarstofunni, sem sé óvenjulegt því oftast sé um einhver atriði að ræða sem þarf að laga. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja, segir að fyrirspurnum hafi rignt yfir fyrirtækið í gærmorgun vegna umfjöllunar Kastljóss. Spurt er um hvort eitthvað sé að marka vottun um lífræna framleiðslu. Spurður um hvort umfjöllunin geti skaðað lífræna framleiðendur vegna misskilnings sem gætir um ólíkar vottanir segir Stefán Már að slíkt sé erfitt að meta. Hins vegar útiloki hann ekki að sitt fyrirtæki hafi misst viðskipti til fyrirtækis eins og Brúneggja þar sem vistvænni framleiðslu var haldið á lofti. „Það kemur þá í ljós núna sannleikurinn í þessu máli, en hugmyndin að baki vistvænni framleiðslu var mjög góð. En apparatið til að hafa eftirlit með þessu brást. Þetta varð aldrei neitt neitt, og svo fóru menn einfaldlega bara að sækja vottunarstimpilinn á netið,“ segir Stefán sem umbeðinn veitti heimild strax til að Fréttablaðið fengi að mynda í húsum fyrirtækisins. Fram kom í frétt RÚV í gær að Nesbú kaupir um eitt tonn á viku af annars flokks eggjum frá Brúneggjum. Stefán segir þar að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði hætt eftir umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld. Eggin eru seld til fyrirtækja og bakaría, en fara ekki á almennan markað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Það hefur verið vandamál að fólk leggur þetta að jöfnu, og hefur ekki gert greinarmun á því sem er kallað vistvænt og þess sem er lífrænt. Himinn og haf er þó á milli,“ segir Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. Hún telur að ekki sé hægt að útiloka að umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið Brúnegg geti haft neikvæð áhrif á þau fyrirtæki sem framleiða lífræna vöru þar sem almenningur hafi ekki alltaf skýra mynd af því hvað er hvað. Slíkt væri hins vegar mjög ómaklegt. Eins og alþjóð veit fjallaði Kastljós á mánudagskvöld um fyrirtækið Brúnegg ehf. og samskipti þess við Matvælastofnun. Umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að um árabil hefur fyrirtækið blekkt neytendur með sölu á eggjum undir merkjum vistvænnar framleiðslu á sama tíma og aðbúnaður dýranna var með öllu óásættanlegur, að því er gögn Matvælastofnunar sýna mörg ár aftur í tímann. Rannveig Guðleifsdóttir „Það er ekki hægt að kalla þetta vistvæna vottun, þegar engin vottun er að baki. Það er því sáralítið eða ekkert að baki þessari vottun þar sem enginn vaktaði að farið væri eftir reglum,“ segir Rannveig og minnir á að reglugerð um vistvæna vottun var felld úr gildi í fyrra, enda hafði ekki verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hana höfðu fengið. Reglugerðin var reyndar merkingarlaus, og hafði verið það lengi eins og Fréttablaðið fjallaði um ítarlega sumarið 2014. Sú umfjöllun ýtti við kerfinu og vinna innan ráðuneytisins hófst við að endurskoða málið – þar sem niðurstaðan var að fella reglugerðina úr gildi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, sagði á þeim tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu vottunina áfram þrátt fyrir að reglugerðarinnar nyti ekki lengur við. Rannveig treystir sér ekki til að meta hvort algengt sé að íslenskir framleiðendur haldi vistvænni framleiðslu á lofti – án innistæðu. Hins vegar séu þeir sem hafa vottun um lífræna framleiðslu undir ströngu eftirliti þar sem sýna þarf fram á að farið sé eftir ströngum reglum. Vottunarstofan Tún sé svo aftur undir alþjóðlegu eftirliti og allt byggi ferlið á regluverki frá Evrópusambandinu. Rannveig staðfestir að eini stóri lífræni eggjaframleiðandinn, Nesbú, hafi aldrei fengið athugasemdir frá vottunarstofunni, sem sé óvenjulegt því oftast sé um einhver atriði að ræða sem þarf að laga. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja, segir að fyrirspurnum hafi rignt yfir fyrirtækið í gærmorgun vegna umfjöllunar Kastljóss. Spurt er um hvort eitthvað sé að marka vottun um lífræna framleiðslu. Spurður um hvort umfjöllunin geti skaðað lífræna framleiðendur vegna misskilnings sem gætir um ólíkar vottanir segir Stefán Már að slíkt sé erfitt að meta. Hins vegar útiloki hann ekki að sitt fyrirtæki hafi misst viðskipti til fyrirtækis eins og Brúneggja þar sem vistvænni framleiðslu var haldið á lofti. „Það kemur þá í ljós núna sannleikurinn í þessu máli, en hugmyndin að baki vistvænni framleiðslu var mjög góð. En apparatið til að hafa eftirlit með þessu brást. Þetta varð aldrei neitt neitt, og svo fóru menn einfaldlega bara að sækja vottunarstimpilinn á netið,“ segir Stefán sem umbeðinn veitti heimild strax til að Fréttablaðið fengi að mynda í húsum fyrirtækisins. Fram kom í frétt RÚV í gær að Nesbú kaupir um eitt tonn á viku af annars flokks eggjum frá Brúneggjum. Stefán segir þar að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði hætt eftir umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld. Eggin eru seld til fyrirtækja og bakaría, en fara ekki á almennan markað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira