Erlent

Rudy Giuliani tekur ekki sæti í stjórn Trump

Hulda Hólmkelsdótitr skrifar
Giuliani í Trump Tower í lok nóvember.
Giuliani í Trump Tower í lok nóvember. Vísir/Getty
Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York, mun ekki taka sæti í ríkisstjórn Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tilkynnti þetta fyrr í dag.

Í yfirlýsingu frá Trump segir að Giuliani hafi sjálfur óskað eftir því að taka ekki stöðu í ríkisstjórn í síðasta mánuði, en margir höfðu spáð því að hann yrði innanríkisráðherra.

„Rudy Giuliani er gífarlega hæfileikaríkur og þjóðrækinn Bandaríkjamaður. Ég verð alltaf þakklátur þeim þrotlausa eldmóð sem hann sýndi í kosningabaráttunni eftir að ég vann forvalið og þeim gífurlega góðu ráðum sem hann gaf mér,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni. 

„Hann er og verður áfram náinn vinur og mun ég sækjast eftir ráðum hans þegar það á við.“

Trump sagði jafnframt að hann sæi fyrir sér að Giuliani muni gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hans seinna meir.


Tengdar fréttir

Trump fundaði með Gore um loftslagsmál

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×