Erlent

Maður handtekinn í Rotterdam grunaður um að skipuleggja hryðjuverk

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan fann Kalishnikov riffil á heimili mannsins.
Lögreglan fann Kalishnikov riffil á heimili mannsins. Mynd/Openbaar Ministerie
Lögreglan í Rotterdam hefur handtekið þrítugan karlmann grunaðan um að undirbúa hryðjuverk. 

Lögreglan fann Kalishnikov riffil ásamt skotfærum og málverk af fána Íslamska Ríkisins á heimil mannsins síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan lagði einnig hald á fjóra kassa af ólöglegum flugeldum, farsíma og 1600 evrur í reiðufé eða sem nemur 190 þúsund íslenskum krónum.

Samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi er maðurinn hollenskur ríkisborgari og verður maðurinn í varðhaldi í tvær vikur. Ekki er vitað hver áform mannsins voru eða hvort hann hefur tengsl við íslamska ríkið. BBC greinir frá.

Talin er alvöru ógn á yfirvofandi hryðjuverkum í Hollandi og er landið nú í viðbúnaðarstigi fjögur af fimm sem þýðir að það séu líkur á árás en engin haldbær sönnunargögn þess efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×