Enski boltinn

Mikilvægur sigur Burnley og markaveisla í Hull | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjórum leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Burnley vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á Bournemouth í botnbaráttunni.

Heimavöllurinn heldur áfram að reynast Burnley vel en liðið hefur náð í 16 af 17 stigum sínum á heimavelli.

Jeff Hendrick, Stephen Ward og George Boyd skoruðu mörk Burnley en Benik Afobe og Charlie Daniels voru á skotskónum fyrir Bournemouth sem er í 11. sæti deildarinnar.

Burnley er komið upp í 13. sætið með 17 stig, fimm stigum frá fallsæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley í dag vegna meiðsla.

Það var mikið fjör á KCOM vellinum í Hull þegar heimamenn gerðu 3-3 jafntefli við Crystal Palace.

Hull komst tvívegis yfir í leiknum en tókst samt ekki að vinna. Frazier Campbell tryggði Palace stig þegar hann jafnaði metin mínútu fyrir leikslok.

Hull er áfram í 19. sæti deildarinnar en Palace er í því fjórtánda.

Arsenal fór á toppinn með 3-1 sigri á Stoke City á heimavelli.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði og gaf stoðsendingu þegar Swansea vann 3-0 sigur á Sunderland.

Fyrr í dag bar Watford sigurorð af Everton á heimavelli, 3-2.

Úrslit dagsins:

Burnley 3-2 Bournemouth

1-0 Jeff Hendrick (13.), 2-0 Stephen Ward (16.), 2-1 Benik Afobe (45+2.), 3-1 George Boyd (75.), 3-2 Charlie Daniels (90+1.).

Hull 3-3 Crystal Palace

1-0 Robert Snodgrass, víti (27.), 1-1 Christian Benteke, víti (53.), 1-2 Wilfried Zaha (70.), 2-2 Adama Diomande (72.), 3-2 Jake Livermore (78.), 3-3 Fraizer Campbell (89.).

Arsenal 3-1 Stoke

0-1 Charlie Adam, víti (29.), 1-1 Theo Walcott (42.), 2-1 Mesut Özil (49.), 3-1 Alex Iwobi (75.).

Swansea 3-0 Sunderland

1-0 Gylfi Þór Sigurðsson, víti (51.), 2-0 Fernando Llorente (54.), 3-0 Llorente (80.).

Watford 3-2 Everton

0-1 Romelu Lukaku (17.), 1-1 Stefano Okaka (36.), 2-1 Sebastian Prödl (59.), 3-1 Okaka (64.), 3-2 Lukaku (86.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×