Sýni aldrei hreint landslag, heldur alltaf ummerki um mennina Magnús Guðmundsson skrifar 9. desember 2016 10:00 Einar Falur Ingólfsson, Þyrilsnes í Hvalfirði, 09.08. 2016. Mig langar að lofa því að ég fari aldrei aftur út í svona samstarf. Það reynir á að þurfa að bera allt undir látinn listamann. Þannig að kannski reyni ég að stóla á sjálfan mig héðan í frá,“ segir Einar Falur Ingólfsson myndlistarmaður hlæjandi um sýninguna sem hann opnar í dag í safni Johannesar Larsen í Kerteminde á Fjóni. Einar Falur Ingólfsson á sýningunni á safni Johannesar Larsen. Johannes Larsen var danskur listamaður sem var á sínum tíma einn þekktasti og vinsælasti málari Dana og naut sérstakrar velgengni á árunum milli 1915 og 1930. Þekktur fyrir myndir af náttúru og dýrum, einkum fuglum en hann er kallaður fuglamálarinn. Hann var einn af Fjónsmálurunum en þeir mörkuðu ákveðin spor í danska myndlist á sínum tíma. Johannes Larsen, Toppen af Grettisbæli, 11. júlí 1930. Áfall á Íslandi Einar Falur segir samband Larsens við Ísland eiga sér bæði merkilega en líka sorglega sögu. „Þegar Larsen var sextugur vildi Gyldendal koma út veglegri útgáfu af Íslendingasögunum og þá var hann fenginn til þess að myndskreyta. Hann hélt til Íslands 1927 til að eyða sumrinu í verkefnið. Ólafur Túbals, bóndi og málari í Múlakoti í Fljótshlíð, var leiðsögumaður hans og saman ferðuðust þeir bæði á bíl og hestum á milli sögustaða. Á hverjum stað gerir Larsen ofurnákvæma teikningu og fyrst taka þeir Suðurlandið halda á Vesturlandið og loks vestur á Snæfellsnes en þá er orðið áliðið sumars. Einar Falur Ingólfsson, Grettisbæli 01.09. 2016. Þá fær Larsen boð um það að konan hans, Alhed Warberg sem var einnig virtur og flottur málari, væri alvarlega veik og lægi fyrir dauðanum. Hjónin voru afar náin en hún hafði verið veik fyrr á árinu en virtist vera að ná heilsu þarna um vorið og því ákvað Larsen að leggja í ferðalagið. Larsen flýtir sér til Reykjavíkur í miklu áfalli og kemst strax á skip. Þegar það leggur að í Færeyjum þá stekkur annar sonur hans um borð og tilkynnir pabba sínum að Alhed sé látin. Þetta reyndist Larsen gríðarlega þungbært og hann sneri ekki aftur til Íslands fyrr en þremur árum síðar til þess að ljúka verkinu.“ Á þessum tveimur sumrum gerði Larsen samtals um 300 pennateikningar sem Einar Falur segir að í raun megi líta á sem eitt konseptverk. „Hundrað og sextíu þeirra rötuðu í þessa glæsilegu útgáfu Gyldendal, 30 til 40 aðrar hafa smám saman verið sýndar en svo eru um 100 af þessum teikningum sem hafa ekki sést en sumar þeirra verða á sýningunni hjá mér núna.“ Einar Falur Ingólfsson, Úr Eilífsdal að Esju, 21.08. 2016. Larsen og puttalingar Einar Falur segir að hann hafi lagt umtalsverða vinnu í undirbúninginn, myndað nokkuð fyrir verkið sumrin 2014 og 15 og svo verið á faraldsfæti í tólf vikur í sumar við að mynda. „Ég fór í fótspor Johannesar Larsen með mína stóru plötumyndavél og vann á þeim stöðum þar sem hann hafði unnið og leit svona á hann sem minn fararstjóra. Hann ákvað hvar væri stoppað. Á þessum stöðum myndaði ég stundum hans sjónarhorn og lék mér að því að skoða það sem hann hafði skoðað, þannig að mitt konseptverk kallast á við hans verk. En svo tók ég líka mínar útgáfur, mínar upplifanir, af þessum stöðum. Það er lykilatriði í mínu verki að ég er ekki að mynda landslag sem hann hafði teiknað, heldur er ég að gera mynd af mínum samtíma. Þannig að ég mynda staðina því ég er að fjalla um hvernig við nálgumst þessa staði í dag og þá ekki síst ferðamennirnir. Það varð hluti af konseptinu og því tók ég látlaust upp puttalinga í allt sumar og þeir þvældust með mér, vegna þess að puttalingar eru forvitnir og hafa nægan tíma. Þeir fóru oft með mér á flakkið og svo tók ég portrettmyndir af þeim á stöðunum.“ Johannes Larsen, Fra Godaholl over Dalen mod Undirfell, 9. ágúst 1930. Einar Falur setti sig í samband við Johannes Larsen safnið Kerteminde á Fjóni og hitti þar á ungan sýningarstjóra þess, Christian Kortegaard Madsen að nafni. „Ég hitti hann svo hér í þessu óhemju fallega safni og þau hérna í safninu hafa fylgt þessu verkefni allt þetta ár og buðu mér fljótlega að halda hér stóra sýningu sem verður opnuð í dag. Sýningarstjórinn slær saman myndum sem hann hefur valið úr mínu verkefni ásamt völdum myndum eftir Larsen og bætir að auki við verkum eftir nokkra aðra listamenn sem hafa núningsflöt við íslenska og danska myndlist. Það eru verk eftir Ólaf Elíasson og Sven Havsteen-Mikkelsen og John Olsen þannig að það koma nokkrir fleiri listamenn inn í sýninguna.“ Næsta sumar verður svo önnur útgáfa af sýningunni þegar hún verður sumarsýning Hafnarborgar og þá kemur út bók samhliða þeirri sýningu. Einar Falur Ingólfsson, Surtshellir, 09.08. 2016. Menningarsaga í myndum Á árunum 2007 til 2009 vann Einar Falur að stóru verkefni sem hét Sögustaðir – Í fótspor W.G. Collingwood, en þar notaði hann vatnslitamyndir sem enski málarinn málaði af sögustöðum á Íslandi sumarið 1897. Afrakstur verkefnisins sýndi Einar Falur fyrst á Listahátíð í Reykjavík 2010 og hann segir að hann hafi á sínum tíma notað Collingwood sem leiðsögumann fyrir sína myndlist. „Ég hef sem betur fer líka verið að vinna verkefni þar sem ég er ekki háður einhverjum fararstjóra og ég get gert það líka sem mér finnst mjög gott. En á móti kemur að samstarfsverkefni sem þetta, því listamenn eru alltaf að vinna verkefni saman, er auðvitað sérstakt þar sem ég er í samstarfi við látinn listamann. En um leið gefur það mér mikið frelsi til þess að túlka hvað listamaðurinn er að gera og hvað hann er að hugsa. Ég hef átt í mjög nánu samstarfi við Larsen, eins furðulega og það hljómar, í gegnum mínar hugleiðingar síðustu þrjú árin og þá fyrst og fremst um hans sögu. Hvernig hann nálgast íslenska sögu og menningararfleifð, auk þess hvernig hann hreinlega vinnur að sínu verki, og það er grunnur sem ég byggi ofan á og bæti svo við en vonandi hef ég náð að skapa margradda verk sem er á dýptina. Þetta eru ekki landslagsljósmyndir, því ég lít ekki á mig sem landslagsljósmyndara, heldur er ég að glíma við menningarsögu í mínum myndum. Fyrir mér snýst þetta um menningarsögu og upplifun okkar á landinu fremur en landið sjálft. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mér í mínum verkum að þar er aldrei sýnt það sem má kalla hreint landslag, heldur eru alltaf ummerki um mennina. Ég er alltaf að horfa á ummerki um mennina í náttúrunni og hvernig við umgöngumst, notum og jafnvel misnotum landið okkar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. desember. Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Mig langar að lofa því að ég fari aldrei aftur út í svona samstarf. Það reynir á að þurfa að bera allt undir látinn listamann. Þannig að kannski reyni ég að stóla á sjálfan mig héðan í frá,“ segir Einar Falur Ingólfsson myndlistarmaður hlæjandi um sýninguna sem hann opnar í dag í safni Johannesar Larsen í Kerteminde á Fjóni. Einar Falur Ingólfsson á sýningunni á safni Johannesar Larsen. Johannes Larsen var danskur listamaður sem var á sínum tíma einn þekktasti og vinsælasti málari Dana og naut sérstakrar velgengni á árunum milli 1915 og 1930. Þekktur fyrir myndir af náttúru og dýrum, einkum fuglum en hann er kallaður fuglamálarinn. Hann var einn af Fjónsmálurunum en þeir mörkuðu ákveðin spor í danska myndlist á sínum tíma. Johannes Larsen, Toppen af Grettisbæli, 11. júlí 1930. Áfall á Íslandi Einar Falur segir samband Larsens við Ísland eiga sér bæði merkilega en líka sorglega sögu. „Þegar Larsen var sextugur vildi Gyldendal koma út veglegri útgáfu af Íslendingasögunum og þá var hann fenginn til þess að myndskreyta. Hann hélt til Íslands 1927 til að eyða sumrinu í verkefnið. Ólafur Túbals, bóndi og málari í Múlakoti í Fljótshlíð, var leiðsögumaður hans og saman ferðuðust þeir bæði á bíl og hestum á milli sögustaða. Á hverjum stað gerir Larsen ofurnákvæma teikningu og fyrst taka þeir Suðurlandið halda á Vesturlandið og loks vestur á Snæfellsnes en þá er orðið áliðið sumars. Einar Falur Ingólfsson, Grettisbæli 01.09. 2016. Þá fær Larsen boð um það að konan hans, Alhed Warberg sem var einnig virtur og flottur málari, væri alvarlega veik og lægi fyrir dauðanum. Hjónin voru afar náin en hún hafði verið veik fyrr á árinu en virtist vera að ná heilsu þarna um vorið og því ákvað Larsen að leggja í ferðalagið. Larsen flýtir sér til Reykjavíkur í miklu áfalli og kemst strax á skip. Þegar það leggur að í Færeyjum þá stekkur annar sonur hans um borð og tilkynnir pabba sínum að Alhed sé látin. Þetta reyndist Larsen gríðarlega þungbært og hann sneri ekki aftur til Íslands fyrr en þremur árum síðar til þess að ljúka verkinu.“ Á þessum tveimur sumrum gerði Larsen samtals um 300 pennateikningar sem Einar Falur segir að í raun megi líta á sem eitt konseptverk. „Hundrað og sextíu þeirra rötuðu í þessa glæsilegu útgáfu Gyldendal, 30 til 40 aðrar hafa smám saman verið sýndar en svo eru um 100 af þessum teikningum sem hafa ekki sést en sumar þeirra verða á sýningunni hjá mér núna.“ Einar Falur Ingólfsson, Úr Eilífsdal að Esju, 21.08. 2016. Larsen og puttalingar Einar Falur segir að hann hafi lagt umtalsverða vinnu í undirbúninginn, myndað nokkuð fyrir verkið sumrin 2014 og 15 og svo verið á faraldsfæti í tólf vikur í sumar við að mynda. „Ég fór í fótspor Johannesar Larsen með mína stóru plötumyndavél og vann á þeim stöðum þar sem hann hafði unnið og leit svona á hann sem minn fararstjóra. Hann ákvað hvar væri stoppað. Á þessum stöðum myndaði ég stundum hans sjónarhorn og lék mér að því að skoða það sem hann hafði skoðað, þannig að mitt konseptverk kallast á við hans verk. En svo tók ég líka mínar útgáfur, mínar upplifanir, af þessum stöðum. Það er lykilatriði í mínu verki að ég er ekki að mynda landslag sem hann hafði teiknað, heldur er ég að gera mynd af mínum samtíma. Þannig að ég mynda staðina því ég er að fjalla um hvernig við nálgumst þessa staði í dag og þá ekki síst ferðamennirnir. Það varð hluti af konseptinu og því tók ég látlaust upp puttalinga í allt sumar og þeir þvældust með mér, vegna þess að puttalingar eru forvitnir og hafa nægan tíma. Þeir fóru oft með mér á flakkið og svo tók ég portrettmyndir af þeim á stöðunum.“ Johannes Larsen, Fra Godaholl over Dalen mod Undirfell, 9. ágúst 1930. Einar Falur setti sig í samband við Johannes Larsen safnið Kerteminde á Fjóni og hitti þar á ungan sýningarstjóra þess, Christian Kortegaard Madsen að nafni. „Ég hitti hann svo hér í þessu óhemju fallega safni og þau hérna í safninu hafa fylgt þessu verkefni allt þetta ár og buðu mér fljótlega að halda hér stóra sýningu sem verður opnuð í dag. Sýningarstjórinn slær saman myndum sem hann hefur valið úr mínu verkefni ásamt völdum myndum eftir Larsen og bætir að auki við verkum eftir nokkra aðra listamenn sem hafa núningsflöt við íslenska og danska myndlist. Það eru verk eftir Ólaf Elíasson og Sven Havsteen-Mikkelsen og John Olsen þannig að það koma nokkrir fleiri listamenn inn í sýninguna.“ Næsta sumar verður svo önnur útgáfa af sýningunni þegar hún verður sumarsýning Hafnarborgar og þá kemur út bók samhliða þeirri sýningu. Einar Falur Ingólfsson, Surtshellir, 09.08. 2016. Menningarsaga í myndum Á árunum 2007 til 2009 vann Einar Falur að stóru verkefni sem hét Sögustaðir – Í fótspor W.G. Collingwood, en þar notaði hann vatnslitamyndir sem enski málarinn málaði af sögustöðum á Íslandi sumarið 1897. Afrakstur verkefnisins sýndi Einar Falur fyrst á Listahátíð í Reykjavík 2010 og hann segir að hann hafi á sínum tíma notað Collingwood sem leiðsögumann fyrir sína myndlist. „Ég hef sem betur fer líka verið að vinna verkefni þar sem ég er ekki háður einhverjum fararstjóra og ég get gert það líka sem mér finnst mjög gott. En á móti kemur að samstarfsverkefni sem þetta, því listamenn eru alltaf að vinna verkefni saman, er auðvitað sérstakt þar sem ég er í samstarfi við látinn listamann. En um leið gefur það mér mikið frelsi til þess að túlka hvað listamaðurinn er að gera og hvað hann er að hugsa. Ég hef átt í mjög nánu samstarfi við Larsen, eins furðulega og það hljómar, í gegnum mínar hugleiðingar síðustu þrjú árin og þá fyrst og fremst um hans sögu. Hvernig hann nálgast íslenska sögu og menningararfleifð, auk þess hvernig hann hreinlega vinnur að sínu verki, og það er grunnur sem ég byggi ofan á og bæti svo við en vonandi hef ég náð að skapa margradda verk sem er á dýptina. Þetta eru ekki landslagsljósmyndir, því ég lít ekki á mig sem landslagsljósmyndara, heldur er ég að glíma við menningarsögu í mínum myndum. Fyrir mér snýst þetta um menningarsögu og upplifun okkar á landinu fremur en landið sjálft. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mér í mínum verkum að þar er aldrei sýnt það sem má kalla hreint landslag, heldur eru alltaf ummerki um mennina. Ég er alltaf að horfa á ummerki um mennina í náttúrunni og hvernig við umgöngumst, notum og jafnvel misnotum landið okkar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. desember.
Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira