Erlent

Fékk hjartaáfall þegar farið var yfir ódæði sonarins

Samúel Karl Ólason skrifar
Dylann Roof í dómsal í vikunni.
Dylann Roof í dómsal í vikunni. Vísir/Getty
Móðir Dylan Roof fékk hjartaráfall í dómsal í Charleston í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Skömmu eftir að saksóknarar lýstu því hvernig sonur hennar skipulagði og framkvæmdi morð á níu þeldökkum einstaklingum í kirkju í borginni. Móðir Roof hneig niður og baðst fyrirgefningar skömmu eftir að réttarhöldin hófust.

Ástand hennar í kjölfar hjartaáfallsins liggur ekki fyrir.

Saksóknarar fara fram á dauðarefsingu yfir Roof.

Í gær sagði Felicia Sanders frá árásinni, en hún var í kirkjunni og lifði af. Hún sagði frá því að sonur hennar og frænka hefðu verið skotin til bana fyrir framan hana og að hún hefði skýlt barnabarni sínu undir borði.

Þegar Sanders var spurð að því hvort að Roof hefði sagt eitthvað í kirkjunni, sagði hún að hann hefði rætt um að fremja sjálfsmorð. 

„Ég var að treysta á það. Það er enginn staður á jörðinni fyrir hann, annar en gryfjur vítis,“ sagði Sanders.

Verjendur Roof mótmæltu ummælum hennar harðlega og sögðu vitnisburð hennara innihalda yfirlýsingu um hver refsing Roof ætti að vera. Dómarinn var þó ósammála.

Roof er tilbúinn til að lýsa yfir sekt sinni, ef hann sleppur við dauðadóm.


Tengdar fréttir

Fékk skotvopnið í afmælisgjöf

Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð.

Byssueignin er vandamálið vestanhafs

Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×