Efasemdarmaður um loftslagsbreytingar tekur við Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2016 23:45 Scott Pruitt í Trump Tower í gær. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38
Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29