Myndi kljúfa Bretland í fjóra parta Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. desember 2016 07:15 Skjalakassar streymdu inn í byggingu Hæstaréttar Bretlands í London í gær, á fjórða og síðasta degi málflutnings fyrir dómstólnum um útgöngu úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP „Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
„Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira