Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 10:15 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39
Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34
Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43