Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2016 20:00 Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27