Innlent

Nærmynd af Ólafíu: Pabbi grét þegar afrekið var í höfn

Ásgeir Erlendsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem vann sér inn þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótaröðinni í golfi nú um helgina er sögð vera sveimhugi utan golfvallarins, afburða námsmaður og lúmskur húmoristi. Pabbi hennar grét í sófanum heima þegar draumur hennar varð að veruleika.

„Mér leið náttúrulega alveg ótrúlega vel. Ég var hérna í skýjunum. Ég nú einn heima hérna. Ég viðurkenni það nú að ég er svolítil grenjuskjóða ef það eru góðar bíómyndir og svona. Ég sat hérna einn grátandi einn eins og hrísla hér fyrst á eftir. Þetta var alveg stórkostleg stund,“ segir Kristinn J. Gíslason.

Nærmynd af Ólafíu má sjá í spilaranum hér að ofan.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×