Talandi um Brúnegg Guðmundur Edgarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar