Innlent

Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vladimir Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Vladimir Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Visir/GVA
Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í dag.

Heildarframlag til Þjóðleikhússins verður tæplega 1,4 milljarðar en var samkvæmt síðasta fjárlagafrumvarpi rétt tæpir 1,3 milljarðar.

Sinfóníuhljómsveitin fær 1,43 milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en fékk á síðasta ári 1,33 milljarða.

Heildarframlög til menningarstofnanna verða 4,5 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og hækka um rúmlega 200 milljónir króna á milli ára en ekki er gert ráð fyrir framlagi vegna Hörpu undir þessum lið en á síðasta ári fóru um 700 milljónir í þann lið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×