Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústsdóttir og Eliza Reid skrifar 6. desember 2016 15:23 Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. Hún ræddi í stuttu máli akademískan feril sinn og hvernig áhugi hennar og bakgrunnur fléttuðust saman í ákvarðanatöku hennar á því sviði: „Ég lagði stund á alþjóðasamskipti og lauk BA gráðu í því fagi. Námið má segja að sé blanda af sagnfræði, stjórnmálafræði og efnahagsfræði og sú gráða gæti því flokkast hvort sem er til hugvísinda eða félagsvísinda. Ég lagði þó alltaf megináherslu á söguna og tók seinna meir meistarapróf í sagnfræði. Það að læra hugvísindi hjálpaði mér að þróa með mér krítíska hugsun. Auk þess kenndu hugvísindin mér ýmislegt um samfélagið sem við búum í, sögu heimsins, og það hvernig þjóðríkjum og mannfólki tekst, eða mistekst, að vinna saman. Ég fór í gegnum samþætt nám í Kanada sem nýtur mikilla vinsælda þar. Það fól í sér að þó ég talaði eingöngu ensku heima við fór formlegt nám mitt fram á frönsku fyrstu tvö árin sem ég gekk í skóla. Eftir það lærðum á ensku í 15 mínútur á dag og frá 14 ára aldri fór námið mitt fram til jafns á frönsku og ensku. Þess vegna minnist ég þess ekki að hafa þurft að leggja neitt á mig til að læra frönsku en það að vera tvítyngd gefur manni óneitanlega innsýn í annan menningarheim og víkkar sjóndeildarhring þinn með tilliti til hnattrænnar menningar. Nú hef ég til þriggja ára staðið að Iceland Writers Retreat hér á landi. Hugmyndin spratt út frá samtali við vinkonu mína, Ericu, sem er bæði rithöfundur og ritstýra. Hún var nýkomin af ráðstefnu rithöfunda í Bandaríkjunum og var full af eldmóði og nýjum hugmyndum. Hún benti mér á að Ísland væri kjörin staðsetning undir athvarf fyrir rithöfunda vegna þeirrar djúpu virðingar og lotningar sem Íslendingar hafa fyrir ritmáli. Þar var ég sammála henni. Við hugsuðum með okkur að fyrst ekkert slíkt væri nú þegar til staðar skyldum við stofna það sjálfar! Það er svo margt sem ég dýrka við Iceland Writers Retreat en það sem ég held mest upp á er að fá að hitta alls kyns fólk hvaðan af úr heiminum og verða vitni að innblæstrinum sem þau fyllast við að heimsækja Ísland. Auðvitað er ég líka stolt af því að hafa unnið verkefni frá grunni sem hefur nú náð þessum vinsældum. Það er svo margt áhugavert við að vinna með fólki hvaðan af úr heiminum, sérstaklega finnst mér gaman að fá að heyra fjölbreytilegar sögur fólks og kynnast margvíslegum sjónarhornum. Það er margt sem aðskilur okkur sem manneskjur en grunngildi okkar eru hin sömu. Þó það sé klisja, þá er það satt að það er alltaf meira sem sameinar okkur en sundrar. Það skemmir svo ekki fyrir að hafa alltaf einhvern til að heimsækja þegar þú ferðast til annarra landa! Ég held að hæfileiki til gagnrýnnar hugsunar sé verulega mikilvægur og hugvísindanám hjálpar þér að þróa með þér gagnrýna hugsun. Það að skilja viðhorf annarra hjálpar okkur líka að skilja stöðu heimsmála á hverjum tíma. Mín sannfæring er sú að fólk eigi að læra það sem færir þeim gleði, ekki það sem þau gera ráð fyrir að veiti þeim besta atvinnumöguleika í framtíðinni. Gerðu það sem gleður þig. Ég er hæstánægð með hugvísindagráðuna mína og myndi á engan hátt breyta því sem ég ákvað að taka mér fyrir hendur í náminu. Ég get aðeins endurtekið fyrri athugasemd: Lærðu það sem þú hefur ánægju af, ekki það sem mun útvega þér atvinnu – þegar þér líkar það sem þú gerir muntu standa þig betur í því fyrir vikið, það er það sem mun veita þér atvinnumöguleika. Þar að auki er gnótt af fjölbreyttum atvinnutækifærum innan hugvísindanna, ég ætlaði á engan hátt að gefa það í skyn að það að stunda nám í hugvísindunum myndi ekki færa þér vinnu!“-Greinin er sett saman af Ölmu Ágústsdóttur og byggð á viðtali við Elizu Reid. Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. Hún ræddi í stuttu máli akademískan feril sinn og hvernig áhugi hennar og bakgrunnur fléttuðust saman í ákvarðanatöku hennar á því sviði: „Ég lagði stund á alþjóðasamskipti og lauk BA gráðu í því fagi. Námið má segja að sé blanda af sagnfræði, stjórnmálafræði og efnahagsfræði og sú gráða gæti því flokkast hvort sem er til hugvísinda eða félagsvísinda. Ég lagði þó alltaf megináherslu á söguna og tók seinna meir meistarapróf í sagnfræði. Það að læra hugvísindi hjálpaði mér að þróa með mér krítíska hugsun. Auk þess kenndu hugvísindin mér ýmislegt um samfélagið sem við búum í, sögu heimsins, og það hvernig þjóðríkjum og mannfólki tekst, eða mistekst, að vinna saman. Ég fór í gegnum samþætt nám í Kanada sem nýtur mikilla vinsælda þar. Það fól í sér að þó ég talaði eingöngu ensku heima við fór formlegt nám mitt fram á frönsku fyrstu tvö árin sem ég gekk í skóla. Eftir það lærðum á ensku í 15 mínútur á dag og frá 14 ára aldri fór námið mitt fram til jafns á frönsku og ensku. Þess vegna minnist ég þess ekki að hafa þurft að leggja neitt á mig til að læra frönsku en það að vera tvítyngd gefur manni óneitanlega innsýn í annan menningarheim og víkkar sjóndeildarhring þinn með tilliti til hnattrænnar menningar. Nú hef ég til þriggja ára staðið að Iceland Writers Retreat hér á landi. Hugmyndin spratt út frá samtali við vinkonu mína, Ericu, sem er bæði rithöfundur og ritstýra. Hún var nýkomin af ráðstefnu rithöfunda í Bandaríkjunum og var full af eldmóði og nýjum hugmyndum. Hún benti mér á að Ísland væri kjörin staðsetning undir athvarf fyrir rithöfunda vegna þeirrar djúpu virðingar og lotningar sem Íslendingar hafa fyrir ritmáli. Þar var ég sammála henni. Við hugsuðum með okkur að fyrst ekkert slíkt væri nú þegar til staðar skyldum við stofna það sjálfar! Það er svo margt sem ég dýrka við Iceland Writers Retreat en það sem ég held mest upp á er að fá að hitta alls kyns fólk hvaðan af úr heiminum og verða vitni að innblæstrinum sem þau fyllast við að heimsækja Ísland. Auðvitað er ég líka stolt af því að hafa unnið verkefni frá grunni sem hefur nú náð þessum vinsældum. Það er svo margt áhugavert við að vinna með fólki hvaðan af úr heiminum, sérstaklega finnst mér gaman að fá að heyra fjölbreytilegar sögur fólks og kynnast margvíslegum sjónarhornum. Það er margt sem aðskilur okkur sem manneskjur en grunngildi okkar eru hin sömu. Þó það sé klisja, þá er það satt að það er alltaf meira sem sameinar okkur en sundrar. Það skemmir svo ekki fyrir að hafa alltaf einhvern til að heimsækja þegar þú ferðast til annarra landa! Ég held að hæfileiki til gagnrýnnar hugsunar sé verulega mikilvægur og hugvísindanám hjálpar þér að þróa með þér gagnrýna hugsun. Það að skilja viðhorf annarra hjálpar okkur líka að skilja stöðu heimsmála á hverjum tíma. Mín sannfæring er sú að fólk eigi að læra það sem færir þeim gleði, ekki það sem þau gera ráð fyrir að veiti þeim besta atvinnumöguleika í framtíðinni. Gerðu það sem gleður þig. Ég er hæstánægð með hugvísindagráðuna mína og myndi á engan hátt breyta því sem ég ákvað að taka mér fyrir hendur í náminu. Ég get aðeins endurtekið fyrri athugasemd: Lærðu það sem þú hefur ánægju af, ekki það sem mun útvega þér atvinnu – þegar þér líkar það sem þú gerir muntu standa þig betur í því fyrir vikið, það er það sem mun veita þér atvinnumöguleika. Þar að auki er gnótt af fjölbreyttum atvinnutækifærum innan hugvísindanna, ég ætlaði á engan hátt að gefa það í skyn að það að stunda nám í hugvísindunum myndi ekki færa þér vinnu!“-Greinin er sett saman af Ölmu Ágústsdóttur og byggð á viðtali við Elizu Reid. Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands
Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar