Guðni Th. brýndi fyrir þingmönnum að endurheimta traust á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 14:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands setti í dag 146. löggjafaþing Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“ Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“
Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira