Ólafía hættir á Evrópumótaröðinni: Á leið í aðgerð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. desember 2016 13:00 Ólafía fagnar með Kristni, bróður sínum. Mynd/GSÍ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun að öllum líkindum ekki taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Það fer fram í Marokkó síðar í mánuðinum. Ólafía Þórunn tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum um helgina, sem er sterkari mótaröð. Það er þó ljóst að hún mun ekki fá þátttökurétt á öllum LPGA-mótum sem í boði eru. Líklegt að hún fái að keppa á að minnsta kosti átján mótum en mótunum getur fjölgað ef vel gengur. Sjá einnig: Næsta markmið er að vinna mót á LPGA „Ég mun einbeita mér að þessari mótaröð [LPGA],“ segir Ólafía Þórunn í samtali við Vísi. „Það á eftir að leysa ýmis praktísk atriði, svo sem hvar ég mun búa en það er ljóst að ég mun eyða miklum tíma í Bandaríkjunum.“ Ólafía Þórunn keppti á Evrópumótaröðinni síðasta tímabil en var ekki á meðan 80 tekjuhæstu kylfinganna þar og er þar með ekki með sjálfkrafa þátttökurétt á næsta tímabili. Hún þyrfti að endurnýja hann með því að komast í gegnum úrtökumót sem fer fram í Marokkó síðar í þessum mánuði. „Ég held að ég muni hætta við það. Ég er að fara í aðgerð á kjálka og vil flýta aðgerðinni,“ segir hún en fyrsta mót LPGA-mótaraðarinnar fer fram í lok janúar. Hún vill ekki trufla undirbúning fyrir það mót. Sjá einnig: Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Það hefur staðið lengi til að Ólafía Þórunn fari í aðgerðina en það vegna óeðlilegs vaxtar í neðri kjálka. „Þetta uppgötvaðist þegar ég var nítján ára en þegar ég var yngri var ég með eðlilegt bit. Þetta er svo eitthvað sem hefur ágerst með tímanum en ég hef verið með spangir til að undirbúa mig fyrir þessa aðgerð.“ „En þetta er einfaldlega eini tíminn fyrir mig að fara í þessa aðgerð,“ bætir hún við en það verður þétt spilað á LPGA-mótaröðinni sem telur alls 35 mót á næsta ári. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki enn komist í gegnum helminginn af þeim heillaóskum og skilaboðum sem hún fékk eftir að hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri sterkustu í heimi. 6. desember 2016 06:00 Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun að öllum líkindum ekki taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Það fer fram í Marokkó síðar í mánuðinum. Ólafía Þórunn tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum um helgina, sem er sterkari mótaröð. Það er þó ljóst að hún mun ekki fá þátttökurétt á öllum LPGA-mótum sem í boði eru. Líklegt að hún fái að keppa á að minnsta kosti átján mótum en mótunum getur fjölgað ef vel gengur. Sjá einnig: Næsta markmið er að vinna mót á LPGA „Ég mun einbeita mér að þessari mótaröð [LPGA],“ segir Ólafía Þórunn í samtali við Vísi. „Það á eftir að leysa ýmis praktísk atriði, svo sem hvar ég mun búa en það er ljóst að ég mun eyða miklum tíma í Bandaríkjunum.“ Ólafía Þórunn keppti á Evrópumótaröðinni síðasta tímabil en var ekki á meðan 80 tekjuhæstu kylfinganna þar og er þar með ekki með sjálfkrafa þátttökurétt á næsta tímabili. Hún þyrfti að endurnýja hann með því að komast í gegnum úrtökumót sem fer fram í Marokkó síðar í þessum mánuði. „Ég held að ég muni hætta við það. Ég er að fara í aðgerð á kjálka og vil flýta aðgerðinni,“ segir hún en fyrsta mót LPGA-mótaraðarinnar fer fram í lok janúar. Hún vill ekki trufla undirbúning fyrir það mót. Sjá einnig: Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Það hefur staðið lengi til að Ólafía Þórunn fari í aðgerðina en það vegna óeðlilegs vaxtar í neðri kjálka. „Þetta uppgötvaðist þegar ég var nítján ára en þegar ég var yngri var ég með eðlilegt bit. Þetta er svo eitthvað sem hefur ágerst með tímanum en ég hef verið með spangir til að undirbúa mig fyrir þessa aðgerð.“ „En þetta er einfaldlega eini tíminn fyrir mig að fara í þessa aðgerð,“ bætir hún við en það verður þétt spilað á LPGA-mótaröðinni sem telur alls 35 mót á næsta ári.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki enn komist í gegnum helminginn af þeim heillaóskum og skilaboðum sem hún fékk eftir að hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri sterkustu í heimi. 6. desember 2016 06:00 Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14
Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45
Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00
Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki enn komist í gegnum helminginn af þeim heillaóskum og skilaboðum sem hún fékk eftir að hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri sterkustu í heimi. 6. desember 2016 06:00
Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15
Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30