Þetta er í fyrsta skipti sem Kimmel tekur verkefnið að sér.
„Já, ég verð kynnir á Óskarnum, þetta er ekki hrekkur, og ef þetta er hrekkur þá mun ég hefna mín á akademíunni,“ segir Kimmel á Twitter.
Þessi 49 ára grínisti mun því fá tækifærið þann 26. febrúar en gríðarleg pressa er á kynninum ár hvert og fylgist heimurinn grannt með því hvernig hann stendur sig.
Grínistinn Chris Rock tók hlutverkið að sér á síðasta ári og horfðu aðeins 34,3 milljónir manna á útsendinguna í Bandaríkjunum. Ekki hafa færri horft í átta ár.
Hér má sjá lista yfir alla þá sem hafa tekið þetta hlutverk að sér í sögunni.

Yes, I am hosting the Oscars. This is not a prank. And if it is, my revenge on @TheAcademy will be terrible & sweet. Thx to @alsformalwear
— Jimmy Kimmel (@jimmykimmel) December 5, 2016