Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Greyline, segir að allt frá því fyrirtækið kom inn í rekstur Hveravalla fyrir nokkrum árum, hafi það varið um eitt hundrað milljónum í uppbyggingu á svæðinu, allt frá salernisaðstöðu og neysluvatnskerfi til uppbyggingar á fjarskiptum í samvinnu við símafyrirtækin.
![](https://www.visir.is/i/06C99603353C5D69E6115D0B9517B88411467FA8E6D1A386A2EEF7B805E4C567_390x0.jpg)
Uppbyggingin mun fara fram utan friðlands og núverandi mannvirki sem eru innan friðlandsins, eins og núverandi bílastæði, verða aflögð og grædd upp. Byggt verður upp nýtt bílastæði utan friðlandsins. Þetta er gert að mati Þóris til að vernda friðlandið og náttúrulega ásýnd þess. „Þau hús sem við ætlum að byggja á svæðinu munu síðan falla vel að umhverfinu. Ásýnd svæðisins mun batna við uppbygginguna og við teljum þetta vera til hagsbóta fyrir svæðið í heild sinni,“ segir Þórir.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu