Hugleiða að breyta 70 milljóna grunni úr hruninu í nestispall í þjóðgarðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Ekki er víst að steypumassinn sem fluttur var á þessa lóð við Valhallarstíg verði fjarlægður eignist ríkið mannvirkið. Fréttablaðið/Auðunn „Það er mat Þingvallanefndar að um einstakt tækifæri sé að ræða í ljósi staðsetningar lóðarinnar og ástands hennar að öðru leyti,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Þingvallanefndar að forsætisráðuneytið beiti sé fyrir því að fjárheimild fáist til að kaupa 70 milljóna króna húsgrunn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vill Þingvallanefnd neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á 139 fermetra húsgrunni með kjallara við Þingvallavatn. Þjóðgarðsvörður segir í bréfinu að Þingvallanefnd telji staðsetningu lóðarinnar skipta máli. Hún sé við bakka Þingvallavatns. Ofan við hana sé göngustígur og ekki sé unnt að ganga með vatnsbakkanum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Lóðin liggur í beinu framhaldi af Almannagjá og er til þess fallin að tengja þinghelgina og aðgengi að Þingvallavatni og þar með auka það svæði sem verði gestkomandi aðgengilegt. Lóðir sem liggja við bakka Þingvallavatns norðan við lóðina eru í eigu einstaklinga og þar með ekki opnar almenningi,“ rekur þjóðgarðsvörður.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fréttablaðið/VilhelmÞá segir Ólafur Örn að Þingvallanefnd bendi á að við vatnsbakka Þingvallavatns sé talsvert sýnilegt álag af völdum ágangs. Með því að opna aðgengi að vatninu telji nefndin að mögulegt sé að draga úr umferð gangandi fólks meðfram vatnsbakkanum. Á lóðinni sé gróður, slétt undirlendi og útsýni yfir vatnið og hið friðhelga svæði sé mikið. „Telur Þingvallanefnd að ákvörðunin stuðli að því að vernda og viðhalda náttúrufari þjóðgarðsins og veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis. Þá telur nefndin að hægt sé að nýta hinn steypta grunn fyrir gesti þjóðgarðsins, til dæmis fyrir nestisaðstöðu,“ segir þjóðgarðsvörður. Áhöld eru um hvort eigendur húsgrunnsins hafi haft heimild til að rífa tvö eldri sumarhús og steypa umræddan húsgrunn á leigulóðinni frá ríkinu eins og Fréttablaðið hefur greint frá og er málið í biðstöðu í forsætisráðuneytinu. „Þingvallanefnd telur málefnalegt að neyta forkaupsréttar að hinum steypta grunni. Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir þjóðgarðsvörður í bréfinu sem kveður þó jafnframt óvissu um hvaða framkvæmdir voru samþykktar af byggingarfulltrúa og Þingvallanefnd og hvort þær framkvæmdir sem þegar séu hafnar samræmist leyfum þessara aðila. Enn fremur segir þjóðgarðsvörður Þingvallanefnd telja nauðsynlegt að tryggja nefndinni full umráð lóðarinnar með vísan til framangreindra sjónarmiða. „Þá vill Þingvallanefnd benda á í þessu samhengi að nefndinni hefur ekki boðist að kaupa lóðir á Þingvöllum í sambærilegu ástandi og sú sem um ræðir hér,“ skrifar hann. Vegna þessa er þó vert að undirstrika að ríkið á nú þegar lóðina og er eingöngu að kaupa steypugrunninn sem dagaði uppi við vatnið í bankahruninu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
„Það er mat Þingvallanefndar að um einstakt tækifæri sé að ræða í ljósi staðsetningar lóðarinnar og ástands hennar að öðru leyti,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Þingvallanefndar að forsætisráðuneytið beiti sé fyrir því að fjárheimild fáist til að kaupa 70 milljóna króna húsgrunn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vill Þingvallanefnd neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á 139 fermetra húsgrunni með kjallara við Þingvallavatn. Þjóðgarðsvörður segir í bréfinu að Þingvallanefnd telji staðsetningu lóðarinnar skipta máli. Hún sé við bakka Þingvallavatns. Ofan við hana sé göngustígur og ekki sé unnt að ganga með vatnsbakkanum vegna legu lóða og sumarhúsa. „Lóðin liggur í beinu framhaldi af Almannagjá og er til þess fallin að tengja þinghelgina og aðgengi að Þingvallavatni og þar með auka það svæði sem verði gestkomandi aðgengilegt. Lóðir sem liggja við bakka Þingvallavatns norðan við lóðina eru í eigu einstaklinga og þar með ekki opnar almenningi,“ rekur þjóðgarðsvörður.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fréttablaðið/VilhelmÞá segir Ólafur Örn að Þingvallanefnd bendi á að við vatnsbakka Þingvallavatns sé talsvert sýnilegt álag af völdum ágangs. Með því að opna aðgengi að vatninu telji nefndin að mögulegt sé að draga úr umferð gangandi fólks meðfram vatnsbakkanum. Á lóðinni sé gróður, slétt undirlendi og útsýni yfir vatnið og hið friðhelga svæði sé mikið. „Telur Þingvallanefnd að ákvörðunin stuðli að því að vernda og viðhalda náttúrufari þjóðgarðsins og veita almenningi kost á að njóta hins friðhelga svæðis. Þá telur nefndin að hægt sé að nýta hinn steypta grunn fyrir gesti þjóðgarðsins, til dæmis fyrir nestisaðstöðu,“ segir þjóðgarðsvörður. Áhöld eru um hvort eigendur húsgrunnsins hafi haft heimild til að rífa tvö eldri sumarhús og steypa umræddan húsgrunn á leigulóðinni frá ríkinu eins og Fréttablaðið hefur greint frá og er málið í biðstöðu í forsætisráðuneytinu. „Þingvallanefnd telur málefnalegt að neyta forkaupsréttar að hinum steypta grunni. Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir þjóðgarðsvörður í bréfinu sem kveður þó jafnframt óvissu um hvaða framkvæmdir voru samþykktar af byggingarfulltrúa og Þingvallanefnd og hvort þær framkvæmdir sem þegar séu hafnar samræmist leyfum þessara aðila. Enn fremur segir þjóðgarðsvörður Þingvallanefnd telja nauðsynlegt að tryggja nefndinni full umráð lóðarinnar með vísan til framangreindra sjónarmiða. „Þá vill Þingvallanefnd benda á í þessu samhengi að nefndinni hefur ekki boðist að kaupa lóðir á Þingvöllum í sambærilegu ástandi og sú sem um ræðir hér,“ skrifar hann. Vegna þessa er þó vert að undirstrika að ríkið á nú þegar lóðina og er eingöngu að kaupa steypugrunninn sem dagaði uppi við vatnið í bankahruninu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00 Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni "hugsanlega“ ekki í samræmi við 1. desember 2016 07:00
Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45