Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 19:15 Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. Ragnhildur Sigurðardóttir er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi og PGA-golfkennari en hún þekkir vel til Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur enda báðar úr GR. „Það er talsvert mikill munur á stöðu hennar núna og á stöðu hennar þegar hún komst inn á Evróputúrinn. Tækifærin hennar eru meiri núna. Það er betur hugsað um nýliða á þessum túr heldur en á Evróputúrnum þannig að hún hefur meiri tækifæri,“ sagði Ragnhildur. Þrátt fyrir glæsilegan árangur færist Ólafía Þórunn aðeins upp um eitt sæti á heimslistanum í golfi og er núna í 614. sæti á listanum sem birtur var í dag. Sigurvegarinn, Jay Marie Green, færist niður um eitt sæti og er núna í 203. sæti. Ólafía fékk aðeins tækifæri á sjö mótum í LET-mótaröðinni. „Hún fékk fá tækifæri í fyrra og það er að hluta til ástæðan fyrir því að hún er ekki ofar á heimslistanum. Heimslistinn er sambland af útkomu átta kvennatúra á heimsvísu,“ sagði Ragnhildur. Hvað heldur hún að þetta hafi að segja fyrir golfið á Íslandi? „Ég er sannfærð um að það verði bylting í unglingastarfi þó svo að það sé búin að vera bylting undanfarin ár. Ég held að þetta þýði að það verði bara flóðbylgja af ungum nýjum kylfingum sem vilja ná lengra. Þau geta sett sér meiri metnað núna þegar þau sjá hvað hægt er að gera. Fullt af þessum krökkum okkar þekkja Ólafíu persónulega enda er Ísland lítið land,“ sagði Ragnhildur. Ragnhildur hefur tröllatrú á Ólafíu Þórunni. Úthaldið kostar sitt en ferðalögin eru löng og það er stutt á milli móta. „Eins hvernig gengur að fá styrktaraðila. Ég segi bara grípið gæsina á meðan hún gefst. Núna er tækifærið fyrir ykkur að reyna að ná í rassinn á henni Ólafíu og láta hana auglýsa fyrir ykkur,“ segir Ragnhildur og beinir orðum sínum til fyrirtækja á Íslandi. Hvað er það sem gerir hans svona góða? „Hún hefur svo margt. Hún er ofsalega vel gefin og skipulögð. Hún er með mikinn metnað. Hún var afburðarnemandi í skóla. Ég held að hún geti bara allt sem henni langar til að gera,“ sagði Ragnhildur. Það má sjá innslag Arnars í spilaranum hér fyrir ofan. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Tiger tekur risastökk á heimslistanum Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn þegar hann tók þátt í Hero World Challenge, árlegu móti sem hann heldur sjálfur. 5. desember 2016 17:30 Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær. Ólafía Þórunn lenti í 2. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina og var hársbreidd frá sigri. Hún leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi. 5. desember 2016 06:00 Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun fá tækifæri til að keppa um háar fjárhæðir á LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 23:00 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. Ragnhildur Sigurðardóttir er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi og PGA-golfkennari en hún þekkir vel til Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur enda báðar úr GR. „Það er talsvert mikill munur á stöðu hennar núna og á stöðu hennar þegar hún komst inn á Evróputúrinn. Tækifærin hennar eru meiri núna. Það er betur hugsað um nýliða á þessum túr heldur en á Evróputúrnum þannig að hún hefur meiri tækifæri,“ sagði Ragnhildur. Þrátt fyrir glæsilegan árangur færist Ólafía Þórunn aðeins upp um eitt sæti á heimslistanum í golfi og er núna í 614. sæti á listanum sem birtur var í dag. Sigurvegarinn, Jay Marie Green, færist niður um eitt sæti og er núna í 203. sæti. Ólafía fékk aðeins tækifæri á sjö mótum í LET-mótaröðinni. „Hún fékk fá tækifæri í fyrra og það er að hluta til ástæðan fyrir því að hún er ekki ofar á heimslistanum. Heimslistinn er sambland af útkomu átta kvennatúra á heimsvísu,“ sagði Ragnhildur. Hvað heldur hún að þetta hafi að segja fyrir golfið á Íslandi? „Ég er sannfærð um að það verði bylting í unglingastarfi þó svo að það sé búin að vera bylting undanfarin ár. Ég held að þetta þýði að það verði bara flóðbylgja af ungum nýjum kylfingum sem vilja ná lengra. Þau geta sett sér meiri metnað núna þegar þau sjá hvað hægt er að gera. Fullt af þessum krökkum okkar þekkja Ólafíu persónulega enda er Ísland lítið land,“ sagði Ragnhildur. Ragnhildur hefur tröllatrú á Ólafíu Þórunni. Úthaldið kostar sitt en ferðalögin eru löng og það er stutt á milli móta. „Eins hvernig gengur að fá styrktaraðila. Ég segi bara grípið gæsina á meðan hún gefst. Núna er tækifærið fyrir ykkur að reyna að ná í rassinn á henni Ólafíu og láta hana auglýsa fyrir ykkur,“ segir Ragnhildur og beinir orðum sínum til fyrirtækja á Íslandi. Hvað er það sem gerir hans svona góða? „Hún hefur svo margt. Hún er ofsalega vel gefin og skipulögð. Hún er með mikinn metnað. Hún var afburðarnemandi í skóla. Ég held að hún geti bara allt sem henni langar til að gera,“ sagði Ragnhildur. Það má sjá innslag Arnars í spilaranum hér fyrir ofan.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Tiger tekur risastökk á heimslistanum Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn þegar hann tók þátt í Hero World Challenge, árlegu móti sem hann heldur sjálfur. 5. desember 2016 17:30 Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær. Ólafía Þórunn lenti í 2. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina og var hársbreidd frá sigri. Hún leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi. 5. desember 2016 06:00 Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun fá tækifæri til að keppa um háar fjárhæðir á LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 23:00 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14
Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45
Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00
Tiger tekur risastökk á heimslistanum Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn þegar hann tók þátt í Hero World Challenge, árlegu móti sem hann heldur sjálfur. 5. desember 2016 17:30
Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær. Ólafía Þórunn lenti í 2. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina og var hársbreidd frá sigri. Hún leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi. 5. desember 2016 06:00
Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun fá tækifæri til að keppa um háar fjárhæðir á LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 23:00
Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40
Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti