Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 09:08 Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54