Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2016 06:00 Ólafía Þórunn var að vonum stolt af áfanganum. mynd/gsí „Þetta var frábært, alveg ótrúlegt. Ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu. Núna líður mér eiginlega bara eins og eftir hringinn,“ sagði alsæl Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir að hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. Ólafía Þórunn var í 2. sæti fyrir lokahringinn í gær og því voru líkurnar henni í hag. Hún gaf ekkert eftir og endaði í 2. sæti á tólf höggum undir pari. „Ég var alveg búin að átta mig á því fyrirfram, fyrir daginn í dag, að ég ætti góða möguleika,“ sagði Ólafía Þórunn sem átti í smá basli á Hills-vellinum fyrsta keppnisdaginn. Hún spilaði hins vegar frábærlega þriðja og fimmta keppnisdaginn. „Þetta er aðeins erfiðari völlur, þrengri og minni flatir. Það var mikill vindur í dag [í gær] sem gerði þetta erfiðara. Fyrsta daginn fannst mér ég eiga að skora miklu betur, ég spilaði betur en skorið sýndi. En það var kannski smá skrekkur í manni, mótið að byrja og svona. Hina dagana fannst mér skorið í samræmi við spilamennskuna,“ sagði Ólafía Þórunn. En lærði hún mikið af því að taka þátt á LET-mótaröðinni, Evrópsku mótaröðinni, í ár? „Já, klárlega. Ég er búin að læra ótrúlega mikið á því, að keppa við þær bestu og sjá hvernig þær spila. Ég get spilað alveg jafn vel og þær,“ sagði Ólafía Þórunn sem kvaðst ekkert svekkt þótt hún hafi misst af efsta sætinu á átjándu holu. Kylfingurinn knái leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi og segist hafa lært hvernig hún á að takast á við pressu og utanaðkomandi athygli. Hún setti sjálfa sig meira að segja í samfélagsmiðlabann á meðan á mótinu í Flórída stóð. „Svona úrtökumót reyna mikið á mann andlega og maður þarf að vera ótrúlega sterkur. Hvert högg skiptir svo rosalega miklu máli. Þetta er í raun bara keppni í því hver er sterkastur andlega. Það eru allir búnir að undirbúa sig svo vel og æfa svo vel en þegar út í mótið er komið snýst þetta um hver er þolinmóðastur og sterkastur,“ sagði Ólafía Þórunn. „Maður þarf að höndla mótlæti og líka þegar það gengur vel. Ég var í samfélagsmiðlabanni. Ég leyfði mér ekki að fara inn á þá því það getur verið svolítið yfirþyrmandi. Íslendingar eru svo frábærir, spenntir og halda svo mikið með þér. Núna verð ég að fara að lesa öll skilaboðin,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta var frábært, alveg ótrúlegt. Ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu. Núna líður mér eiginlega bara eins og eftir hringinn,“ sagði alsæl Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir að hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. Ólafía Þórunn var í 2. sæti fyrir lokahringinn í gær og því voru líkurnar henni í hag. Hún gaf ekkert eftir og endaði í 2. sæti á tólf höggum undir pari. „Ég var alveg búin að átta mig á því fyrirfram, fyrir daginn í dag, að ég ætti góða möguleika,“ sagði Ólafía Þórunn sem átti í smá basli á Hills-vellinum fyrsta keppnisdaginn. Hún spilaði hins vegar frábærlega þriðja og fimmta keppnisdaginn. „Þetta er aðeins erfiðari völlur, þrengri og minni flatir. Það var mikill vindur í dag [í gær] sem gerði þetta erfiðara. Fyrsta daginn fannst mér ég eiga að skora miklu betur, ég spilaði betur en skorið sýndi. En það var kannski smá skrekkur í manni, mótið að byrja og svona. Hina dagana fannst mér skorið í samræmi við spilamennskuna,“ sagði Ólafía Þórunn. En lærði hún mikið af því að taka þátt á LET-mótaröðinni, Evrópsku mótaröðinni, í ár? „Já, klárlega. Ég er búin að læra ótrúlega mikið á því, að keppa við þær bestu og sjá hvernig þær spila. Ég get spilað alveg jafn vel og þær,“ sagði Ólafía Þórunn sem kvaðst ekkert svekkt þótt hún hafi misst af efsta sætinu á átjándu holu. Kylfingurinn knái leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi og segist hafa lært hvernig hún á að takast á við pressu og utanaðkomandi athygli. Hún setti sjálfa sig meira að segja í samfélagsmiðlabann á meðan á mótinu í Flórída stóð. „Svona úrtökumót reyna mikið á mann andlega og maður þarf að vera ótrúlega sterkur. Hvert högg skiptir svo rosalega miklu máli. Þetta er í raun bara keppni í því hver er sterkastur andlega. Það eru allir búnir að undirbúa sig svo vel og æfa svo vel en þegar út í mótið er komið snýst þetta um hver er þolinmóðastur og sterkastur,“ sagði Ólafía Þórunn. „Maður þarf að höndla mótlæti og líka þegar það gengur vel. Ég var í samfélagsmiðlabanni. Ég leyfði mér ekki að fara inn á þá því það getur verið svolítið yfirþyrmandi. Íslendingar eru svo frábærir, spenntir og halda svo mikið með þér. Núna verð ég að fara að lesa öll skilaboðin,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti