Sögulegt afrek: Ólafía Þórunn fór á kostum og tryggði sæti sitt í LPGA-mótaröðinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn slær af teig í Flórída. Vísir/Symetra Tour/LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, komst í dag inn á LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa hafnað í 2. sæti á þriðja stigi úrtökumótsins í Flórída. Er hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi en Ólafía hefur leikið á LET-mótaröðinni undanfarið ár, næst sterkustu mótaröð heims. Alls tóku rúmlega 150 kylfingar þátt á úrtökumótinu en fimm hringir voru leiknir og komust aðeins sjötíu efstu kylfingarnir á lokadeginum. Ef það var einhvern tímann tilefni til þess að hrópa ferfalt húrra þá var það áðan í Flórída eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Ferfalt húrra fyrir @olafiakri þú ert glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar og það verður spennandi að fylgjast með @LPGA pic.twitter.com/yLXAaJvfaU— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 4, 2016 Aðeins tuttugu kylfingar fengu fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en Ólafía fékk einnig þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Bandaríkjanna. Leikið var á Hills-vellinum í dag, velli sem Ólafía lenti í vandræðum með á fyrsta degi en hún byrjaði daginn vel og fékk fugl strax á annarri holu. Lék hún stöðugt golf og var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar með tvo fugla og einn skolla. Tveir skollar á 11. og 13. holu sendu hana niður í annað sætið en sæti hennar meðal tuttugu efstu kylfinganna var aldrei í hættu.Fylgst var með gangi mála í Flórída í dag eins og aðra daga hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04 Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16 Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00 Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, komst í dag inn á LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa hafnað í 2. sæti á þriðja stigi úrtökumótsins í Flórída. Er hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi en Ólafía hefur leikið á LET-mótaröðinni undanfarið ár, næst sterkustu mótaröð heims. Alls tóku rúmlega 150 kylfingar þátt á úrtökumótinu en fimm hringir voru leiknir og komust aðeins sjötíu efstu kylfingarnir á lokadeginum. Ef það var einhvern tímann tilefni til þess að hrópa ferfalt húrra þá var það áðan í Flórída eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Ferfalt húrra fyrir @olafiakri þú ert glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar og það verður spennandi að fylgjast með @LPGA pic.twitter.com/yLXAaJvfaU— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 4, 2016 Aðeins tuttugu kylfingar fengu fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en Ólafía fékk einnig þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Bandaríkjanna. Leikið var á Hills-vellinum í dag, velli sem Ólafía lenti í vandræðum með á fyrsta degi en hún byrjaði daginn vel og fékk fugl strax á annarri holu. Lék hún stöðugt golf og var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar með tvo fugla og einn skolla. Tveir skollar á 11. og 13. holu sendu hana niður í annað sætið en sæti hennar meðal tuttugu efstu kylfinganna var aldrei í hættu.Fylgst var með gangi mála í Flórída í dag eins og aðra daga hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04 Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16 Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00 Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04
Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16
Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00
Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30