„Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 09:24 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27
Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent