Seinheppnir afbrotamenn í undarlegri atburðarás á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2016 13:30 Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Vísir/Pjetur Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira