Borgarstjórar Parísar, Mexíkóborgar, Madrídar og Aþenu stefna að því að dísel-bílar verði bannaðir í borgunum innan næstu tíu ára.
Segja þeir að þetta sé gert til þess að bæta megi loftgæði í borgunum. Hafa þeir einnig heitið því að ýta undir umhverfisvænni ferðamáta og er þar sérstaklega horft til þess að ýta undir göngu og hjólreiðar.
Þetta kom fram á fundi borgarstjóra um umhverfismál í Mexíkó-borg. Vandamál með loftgæði eru vel þekkt í borgunum fjórum og hafa umhverfissamtök barist fyrir því dísel-bílar verði bannaðir í borgunum svo bæta megi loftgæðin í borgunum.
Ítarlega er fjallað um fyrirhugað bann á BBC.
Borgarstjórar vilja banna dísel-bíla í stórborgum
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið




Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent






Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent