Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur ákveðið að framlengja bann Rússa frá alþjóðakeppnum í frjálsum íþróttum.
Rússar hafa verið í banni í heilt ár og það bann hefur tvisvar verið framlengt. Þar af leiðandi gátu rússneskir frjálsíþróttamenn ekki verið með á ÓL í Ríó.
Nú er búið að framlengja bannið fram yfir Evrópumótið innanhúss sem fer fram í mars.
Rússar hafa verið að taka á sínum málum og forseti landsins, Vladimir Pútin, hefur samþykkt lög sem gera það að glæp að nota ólögleg efni í íþróttum.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að Rússar séu á réttri leið með sín mál en þó sé ekki tímabært að leyfa þeim að vera með alveg strax.
Rússar enn úti í kuldanum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
