Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi.
Ólafía lék einstaklega vel í dag, eða á sex höggum undir pari. Hún er samtals á fjórum höggum undir pari.
Ólafía var í 72. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn og hækkaði sig því um 62 sæti í dag.
Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Með því að smella hér má sjá hvernig annar dagurinn gekk fyrir sig en hann var í beinni textalýsingu á Vísi.
Ólafía Þórunn í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn
Tengdar fréttir
Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á tveimur yfir pari
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum.
Frábær sjö fugla hringur hjá Ólafíu | Er núna í sjöunda sæti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag.
Stór dagur hjá Ólafíu Þórunni: Ætlar bara að halda sér í núinu
GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér góð ráð reyndari kylfinga þegar hún bjó sig undir lokaúrtökumótið fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í golfi sem hefst í dag.