Francois Hollande Frakklandsforseti greindi frá því í sjónvarpsávarpi í kvöld að hann mun ekki sækjast eftir að vera forsetaefni Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. Í ávarpinu varaði hann jafnframt við ógnina sem stafaði af Þjóðfylkingunni.
Sósíalistar munu velja forsetaefni sitt í janúar. Óvinsældir Hollande hafa aldrei verið meiri en nú og sýna kannanir að hann njóti stuðnings einungis fjögur prósent þjóðarinnar.
Repúblikanar völdu fyrrverandi forsætisráðherrann Francois Fillon til að verða forsetaefni sitt um síðustu helgi.
Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Fillon og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna.
Hollande tók við forsetaembættinu í maí 2012. Hann er fyrsti sitjandi forsetiinn í nútímasögu Frakklands sem ekki sækist eftir endurkjöri.
Hollande sækist ekki eftir endurkjöri

Tengdar fréttir

Fillon verður forsetaefni franska Repúblikanaflokksins
Nú þegar meirihluti atkvæða hefur verið talinn hefur Francois Fillon hlotið 68 prósent greiddra atkvæða gegn 32 prósentum Alain Juppe. Hefur Juppe játað sig sigraðann.

Óttast klofning meðal Sósíalista í Frakklandi
Óttast er að Manuel Valls, forsætisráðherra, muni bjóða sig fram gegn Francois Hollande, sitjandi forseta,