Viðskipti innlent

Jólabónuslausir bankamenn þriðja árið í röð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er samsett.
Myndin er samsett. Vísir
Ekki stendur til að greiða út sérstaka jólabónusa hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og Kviku þetta árið. Ekki hefur verið tekin ákvörðum um slíka greiðslu hjá Arion banka.

Þetta kemur fram í svari bankanna við fyrirspurn Vísis um hvort standi til að greiða jólabónusa í ár.

Starfsmenn bankanna munu þó fá desemberuppbót, líkt og aðrir launamenn, samkvæmt kjarasamningum en samkvæmt núgildandi kjarasamning Samstaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er upphæð desemberuppbótarinnar 82 þúsund krónur miðað við fullt starf.

Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Var það að sögn Haralds Guðna Eiðssonar, forstöðumanns samskiptasviðs bankans, undantekningartilfelli.


Tengdar fréttir

Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa

Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×