Viðskipti innlent

2000 keyptu í útboði Skeljungs

Hafliði Helgason skrifar
Umframeftirspurn var í útboð Skeljungs og voru fjárfestar tilbúinir að borga hæsta verði í verðbili útboðsins.
Umframeftirspurn var í útboð Skeljungs og voru fjárfestar tilbúinir að borga hæsta verði í verðbili útboðsins. Frettabladid/GVA
Umframeftirspurn var í hlutafjárútboði Skeljungs sem lauk á miðvikudag. Alls sóttust 2.500 fjárfestareftir að kaupa í félaginu, en 2000 fengu.

Upphaflega var lagt upp með sölu 23,5% hlutar í útboðinu með möguleika á aukningu í 31,5% hlut á gengi á bilinu 6,1 til 6,9. Niðurstaða útboðsins er sala á 31,5% hlut á genginu 6,9.

Útboðið skiptist í A og B hluta og í grófum dráttu beindist A hlutinn að almennum fjárfestum sem vildu kaupa hlut á verði á bilinu 100 þúsund til 10 milljónir. B hlutinn beindist að fagfjárfestum sem vildu kaupa fyrir 10 milljónir og þar fyrir ofan. Grípa þarf til skerðingar í A hluta útboðsins en ekki kemur til skerðingar hjá þeim kaupendum sem hugðust kaupa fyrir 500 þúsund eða minna.


Tengdar fréttir

Kosningarnar draga úr nýjum skráningum

Einhver fyrirtæki hafa seinkað áformum sínum um skráningu í Kauphöll Íslands í aðdraganda kosninga. Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á Aðallista á árinu. Forstjóri Kauphallarinnar sér þó fyrir að minnsta kosti eina skráningu á árinu.

Skeljungur aftur á hlutabréfamarkað

Almennu hlutafjárútboði Skeljungs lýkur í dag. Traustur og stöðugur rekstur einkennir félagið. Sérfræðingar telja bréfin nokkuð sanngjarnt verðlögð en búast ekki við flugeldasýningu í kjölfar skráningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×