Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2016 20:00 Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00