Erlent

Lagarde sakfelld en ekki gerð refsing

Atli Ísleifsson skrifar
Christine Lagarde tók við embætti forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2011. Bernard Tapie var meðal annars eigandi franska knattspyrnuliðsins Olympique Marseille á árum áður.
Christine Lagarde tók við embætti forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2011. Bernard Tapie var meðal annars eigandi franska knattspyrnuliðsins Olympique Marseille á árum áður. Vísir/AFP
Dómstóll í Frakklandi hefur fundið Christine Lagarde, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, seka um vanrækslu í starfi fyrir að hafa sem fjármálaráðherra Frakklands greitt franska auðjöfrinum Bernard Tapie háar fjárhæðir í tengslum við sölu Tapie á íþróttavörumerkinu Adidas. 

Lagarde var þó ekki gerð refsing í málinu.

Tapie voru greiddar 404 milljónir evra, um 54 milljarðar króna, í tengslum við sölu hans á íþróttavörumerkinu Adidas árið 2008. Ríkisbankinn Credit Lyonnais hafði milligöngu um söluna og kvað Tapie bankann hafa svikið sig um háar fjárhæðir þegar salan fór fram á tíunda áratugnum.

Lagarde gegndi embætti fjármálaráðherra Frakklands árið 2008 og samþykkti greiðslurnar.

Lagarde bar ábyrgð á að hafa skipað gerðardóm í málinu í stað þess að leita til dómstóla til að ná niðurstöðu í málinu. Hún hafnaði því að hafa gert nokkuð rangt og segist ætíð haft hagsmuni franska ríkisins að leiðarljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×