Snæbjörn sakaður um að hafa greitt fyrir leigubíla, mat og drykki með peningum SMÁÍS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. desember 2016 13:37 Hér má sjá sundurliðun á nokkrum færslum af kreditkorti SMÁÍS sem Snæbjörn hafði til afnota. vísir Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum. Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum.
Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
„Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43
SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00
Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02
Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12