Enski boltinn

Upphitun: Halda yfirburðir Liverpool áfram?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grannaslagurinn í Bítlaborginni Liverpool fer fram í kvöld er Everton tekur á móti rauðklæddu erkifjendum sínum.

Þetta er 227. leikur liðanna, svokallaður Merseyside-slagur, frá upphafi en síðustu ár hefur Liverpool haft mikla yfirburði í leikjum liðanna.

Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu nítján leikjum liðanna en það var í október 2010. Síðan þá hefur Liverpool spilað ellefu sinnum gegn Everton og aldrei tapað.

21 leikmaður hefur verið rekinn af velli í leikjum liðanna og má því reikna með harðri baráttu í kvöld eins og áður. Sóknarmaðurinn Divock Origi býr sig undir stríð.

„Þetta verður stríð,“ sagði hann við Liverpool Echo. „Maður vill vinna þennan leik en veit að það verður rekki auðvelt. Grannaslagir eru sérstakir og þetta verður stór og sérstakur leikur fyrir okkur sem félag.“

Upphitunarmyndband fylgir fréttinni hér efst en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Að honum loknum verður umferð helgarinnar í enska boltanum gerð upp í Messunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×