97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands þegar hann hefur setið í embætti rétt rúma hundrað daga. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365. Svo til enginn munur er á ánægju með forsetann sé litið til kyns, aldurs eða búsetu.
Könnunin fór fram dagana 12. - 14. desember en hringt var í 1269 manns. 790 tóku þátt í könnuninni.
Reiknað er með því að forseti Íslands bregðist fljótlega á einhvern hátt við þeirri pattstöðu sem ríkir í myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar