Erlent

Mannfall í sjálfsmorðsárás í Yemen

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Átök hafa geysað í Yemen síðustu tvö ár.
Átök hafa geysað í Yemen síðustu tvö ár. visir/getty
Fjörutíu og átta manns féllu í sjálfsmorðsárás í Yemen fyrr í dag. Tugir manna eru særðir. 

Árásarmaðurinn var í dulargervi fatlaðs manns en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í herstöð í hafnarborginni Aden. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en önnur banvæn árás var gerð á herstöðina fyrr í mánuðinum. ISIS hefur jafnframt gert nafn árásarmannsins opinbert og birt af honum ljósmynd. 

Átök hafa geysað í Yemen síðan uppreisnarmenn tóku yfir höfðuborgina Sana árið 2014. Er landið nú klofið milli fylkinga uppreisnarmanna og ríkishersins.  



 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×