Enski boltinn

Mourinho sagði leikmönnunum að henda treyjunum upp í stúku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney og Rashford hentu sínum treyjum í stuðningsmennina.
Rooney og Rashford hentu sínum treyjum í stuðningsmennina.
Zlatan Ibrahimovic afgreiddi West Bromwich Albion fyrir Manchester United, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jose Mourinho bað leikmenn sína að ganga til stuðningsmannanna í gær og kasta búningstreyjunum upp í stúku, en atvikið vakti mikla athygli á vellinum í gær.

„Ég sagði þeim að gera þetta, það eru jól,“ sagði Mourinho við Sky Sports eftir leikinn í gær.

United er að rétta úr kútnum og var þetta þriðji sigurinn hjá United í röð, en þeir sitja í fimmta sætinu með 30 stig. Þeir eru ósigraðir í síðustu átta leikjum og hafa ekki tapað síðan 23. október þegar þeir töpuðu fyrir Chelsea.

„Að fá treyju frá leikmanni beint eftir leik skiptir stuðningsmennina miklu máli.“

Næsti leikur United er gegn Sunderland 26. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×