Efasemdir um vinningstillögu á Alþingisreit Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór. Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór.
Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22