Erlent

Einn lést þegar tré féll á brúðkaupsveislu í Kaliforníu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slökkviliðið þurfti að nota keðjusagir til að bjarga fólkinu.
Slökkviliðið þurfti að nota keðjusagir til að bjarga fólkinu. Vísir/Skjáskot
Stórt tré féll á gesti í brúðkaupsveislu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardaginn með þeim afleiðingum að einn lést og fimm særðust. Guardian greinir frá.

Gestirnir voru staddir í þjóðgarði í suðurhluta Kaliforníuríkis og voru þeir að taka myndir af sér þegar tréið féll á þá með fyrrgreindum afleiðingum. Slökkviliðið þurfti að nota keðjusagir til þess að bjarga fólkinu undan tréinu.

Af þeim fimm sem særðust sluppu fjórir með marbletti en einn særðist alvarlega.

Mikið hefur verið um þurrka undanfarið í ríkinu en á seinustu dögum hefur þó rignt gríðarlega og er talið að þetta hafi veikt undirstöður trésins, með þeim afleiðingum að það féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×