Erlent

Segir sætaskipti hafa bjargað lífi sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Alan Ruschel er einn af fáum sem lifðu af þegar nánast heilt fótboltalið lést í flugslysi í Brasilíu.
Alan Ruschel er einn af fáum sem lifðu af þegar nánast heilt fótboltalið lést í flugslysi í Brasilíu. Vísir/AFP
Varnarmaðurinn Alan Ruschel segir tilviljun hafa ráðið því að hann er einn fárra sem lifði af flugslys í Brasilíu í síðasta mánuði. Fjölmargir aðrir úr fótboltaliðinu Chapecoense létu lífið. Ruschel var beðinn um að skipta um sæti, en sá sem hann skipti við dó.

„Ég get ekki lýst því hvernig mér líður,“ sagði Ruschel á blaðamannafundi í dag. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég er ánægður með að vera á lífi en mjög sorgmæddur yfir því að hafa misst svo marga vini.“

71 lét lífið í flugslysinu og þar á meðal flestir leikmenn og starfsmenn Chapecoense.

Læknar segja að Ruschel gæti náð fullum bata á hálfu ári, en hann segist sjálfur ætla að gera allt sem hann getur til að komast aftur á völlinn.

Hann segir þjálfar liðsins hafa beðið sig um að skipta um sæti, en hann hafi ekki viljað það í fyrstu. Þá bað Jackson Follmann, markvörður liðsins, hann um að koma og sitja hjá sér framar í vélinni. Sem hann og gerði.

Follmann lifði slysið einnig af, en hann missti þó annan fótinn.

Auk þeirra tveggja lifðu fjórir aðrir af.

Rannsókn á tildrögum slyssins er enn yfirstandandi en yfirmaður rannsóknarinnar segir flugstjóra flugvélarinnar hafa brotið gegn reglugerðum um eldsneytisbirgðir. Flugritar flugvélarinnar tóku upp samtal flugstjórans og flugumferðarstjóra þar sem flugstjórinn tilkynnti að þeir væru eldsneytislausir.


Tengdar fréttir

Brasilía og Kólumbía spila góðgerðarleik fyrir Chapecoense

Búið er að setja á vináttulandsleik á milli Brasilíu og Kólumbíu í lok janúar þar sem allur ágóði mun renna til fjölskyldna fórnarlamba flugslyssins í Kólumbíu þar sem meirihluti leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense lést.

Forstjóri flugfélagsins handtekinn

Yfirvöld í Bólivíu hafa handtekið forstjóra flugfélagsins sem átti vélina er hrapaði í Kólumbíu með brasilíska fótboltaliðið Chapecoense innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×