Enski boltinn

Gerrard hrósar United

Gerrard sem sparkspekingur á leik WBA og United í dag.
Gerrard sem sparkspekingur á leik WBA og United í dag. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool og goðsögn hjá félaginu, telur að Manchester United muni berjast um Englandsmeistaratitilinn á næsta ári.

United hefur verið á fínu skriði undanfarið og eru í sjötta sæti með 30 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Chelsea þegar bæði lið eru búin að spila sautján leiki.

„Allir vita að þeir áttu í erfiðleikum áður en Jose kom til þeirra og hægt en örugglega eru þeir að komast áfram. Þeir eru að búa til lið," sagði Gerrard við BT Sport.

„Það eru fullt af leikmönnum í byrjunarliðinu sem eru að spila vel og bekkurinn er sterkur. Jose gerði þrjú eða fjögur stór kaup: þau eru að heppnast vel og þeir eru að aðlagast."

„Þeir eru einungis nokkrum skrefum frá þeim stað sem þeir geta verið samkeppnishæfir á ný á toppnum. Ég held að á næst ári muni United keppa um titilinn."

„Þeir eru á góðri leið og eru að spila betur en síðustu ár. Þeir eiga möguleika á topp fjórum þetta tímabilið," sagði Gerrard að lokum.


Tengdar fréttir

Zlatan afgreiddi WBA | Sjáðu mörkin

Zlatan Ibrahimovic afgreiddi West Bromwich Albion fyrir Manchester United, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×