Erlent

Dr. Heimlich er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Henry Heimlich.
Henry Heimlich. Vísir/Getty
Læknirinn frægi, Henry Heimlich, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Cincinnati í Bandaríkjunum í dag eftir að hann fékk hjartaáfall. Heimlich var 96 ára gamall. Hann er þekktastur fyrir að hafa fundið upp Heimlichbragðið svokallaða, sem hefur bjargað fjölda manna frá köfnun.

Sjálfur beitti hann bragðinu og bjargaði lífi konu á öldrunarheimili sínu í maí á þessu ári.

Sjá einnig: Dr. Heimlich beitti heimlich bragðinu

Samkvæmt BBC er talið að minnst hundrað þúsund manns hafi verið bjargað með Heimlichbragðinu frá því það var uppgötvað árið 1974. Þar á meðal eru Ronald ReaganElizabeth TaylorGoldie Hawn og Carrie Fisher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×