Enski boltinn

Conte um velgengnina: "Erum lið á öllum tímapunktum leiksins"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conte var þokkalega sáttur eftir leikinn í dag.
Conte var þokkalega sáttur eftir leikinn í dag. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir eigi skilið klapp á bakið eftir ellefta deildarsigurinn í röð, en Chelsea vann Crystal Palace 1-0 í dag.

Diego Costa skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf í netið, en þetta var þrettánda mark Costa á leiktíðinni.

„Þetta er enn einn sigurinn og mér fannst við eiga sigurinn skilið. Einbeitingin okkar var frábær," sagði Conte í samtali við Sky Sports í leikslok.

„Ég er ánægður með vinnuna hjá strákunum og við áttum sigurinn skilið. Við skoruðum mark og bjuggum til færi til að skora annað, en þetta var ekki auðvelt."

„Að vinna ellefu leiki í röð er frábært og ég er ánægður fyrir hönd leikmanna minna því þeir eiga þetta skilið. Ég sé hvern einasta dag vinnuframlagið á æfingum og hvernig þeir lifa sig inn í leikinn er frábært."

Eins og áður segir hefur Chelsea nú unnið ellefu leiki í röð, en hver er ástæðan fyrir svo mikilli velgengni Chelsea? „Ég held að það mikilvægasta sé að við erum lið."

„Við erum lið á öllum tímapunktum leiksins. Þegar við þurfum að berjast, þá gerum við það saman. Þegar við þurfum að spila fótbolta, þá spilum við góðan fótbolta. Ég vona að það verði áframhald á því," sagði Ítalinn skemmtilegi að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×