Enski boltinn

Jón Daði eini Íslendingurinn í sigurliði

Jón Daði í leik með Wolves á tímabilinu.
Jón Daði í leik með Wolves á tímabilinu. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson var eini Íslendingurinn í sigurliði í ensku B-deildinni í knattspyrnu, en Wolves vann 2-0 sigur á Nottingham Forest á útivelli.

Mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum, en Jón Daði kom inná sem varamaður á 83. mínútu. Wolves er nú í átjánda sæti deildarinnar með 25 stig.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem tapaði á ævintýralegan hátt, 4-3, gegn Barnsley á heimavelli.

Cardiff jafnaði metin á 89. mínútu eftir að hafa lent 3-1 undir, en fékk á sig sigurmark í uppbótartíma. Þeir eru í 20. sæti deildarinnar með 23 stig.

Ragnar Sigurðsson var tekinn af velli í hálfleik þegar Fulham gerði 2-2 jafntefli við Derby County. Fulham er í níunda sæti deildarinnar.

Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina í vörn Bristol sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Preston North End.

Bristol hefur fatast flugið eftir öfluga byrjun, en þeir sitja nú í sextánda sæti deildarinnar með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×