Enski boltinn

Upphitun: Hvað gerir Arsenal gegn City? | Myndband

Það er fínasti sunnudagur í vændum í ensku úrvalsdeildinni, en þrír leikir eru á dagskrá í dag og þar á meðal einn risaleikur, Manchester City gegn Arsenal.

Bournemouth og Southampton mætast klukkan 13.30 í fyrsta leik dagsins, en liðin eru í níunda og tíunda sæti deildarinnar, bæði með 21 sitg. Það er því mikið að spila fyrir liðin.

Klukkan fjögur verður svo flautað til leiks bæði á Etihad og White Hart Lane. Á Etihad mætast Manchester City og Arsenal í einum af stórleik umferðarinnar, en City er í fjórða sætinu með 33 stig. Arsenal er sæti ofar með stigi meir.

Tottenham og Burnley eigast svo við á White Hart Lane, en Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig. Burnley, án Jóhanns Bergs Guðmundssonar, er í þrettánda sætinu með 17 stig.

Upphitun fyrir leiki dagsins má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×