Réttargæslumaður gagnrýnir vinnubrögð í mansalsmáli í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þorgeir Helgason skrifa 17. desember 2016 07:00 Grunur vaknaði um að mansal væri stundað í Vík í Mýrdal. Saksóknari ákvað að ákæra ekki í málinu. Vísir/Heiða „Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira