Erlent

Háhyrningar drápu sjaldgæfan hval

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísindamenn náðu einstökum myndum af hópi háhyrninga veiða og drepa sjaldgæfa svínhvalategund. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að háhyrningar veiði Króksnjáldra. Vísindamennirnir hafa fylgst með hópi háhyrninga við strendaru Ástralíu í tvö ár.

Nú hafa þeir birt myndir sem þeir tóku og niðurstöður rannsókna þeirra á Plos One.

Á myndunum má sjá um 20 háhyrninga hóp ráðast á staka svínhvali sem þeir rekast á. Hvalirnir vörðu jafnvel klukkustundum í veiðarnar. Vísindamennirnir urðu vitni af því að háhyrningarnir neyddu bráð sína til að drukkna í sjónum.

Vert er að vara viðkvæma lesendur við myndunum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×